*

föstudagur, 18. júní 2021
Fólk 21. desember 2020 12:15

Jón Steindór Árnason til KEA

KEA fjárfestingafélag hefur ráðið til sín Jón Steindór Árnason sem fjárfestingastjóra með áherslu á fjárfestingar í óskráðum hlutabréfum.

Ritstjórn
Jón Steindór Árnason.
Aðsend mynd

Fjárfestingafyrirtækið KEA hefur ráðið Jón Steindór Árnason sem fjárfestingastjóra með áherslu á fjárfestingar í óskráðum hlutabréfum. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu en Jón hefur störf hja KEA í janúar næstkomandi.

Frá því er greint að Jón sé 45 ára gamall viðskiptafræðingur með M.Sc. gráðu frá Háskóla Íslands og að hann sé með tuttugu ára reynslu á íslenskum fjármálamarkaði.

„Jón Steindór hefur meðal annars starfað í sérhæfðum fjárfestingum hjá Íslenskum verðbréfum og sem framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Tækifæris hf.  Þar áður starfaði hann hjá FME og BYR.  Þá hefur hann setið í fjölda stjórna á undanförnum árum.“

Fram kemur á heimasíðu KEA að félagið veiti eigendum sínum ávinning í formi betri viðskiptakjara og ávöxtunar eigna fyrirtækisins „með fjárfestingum sem nýtast til að efla atvinnulíf og samfélag á starfssvæði fyrirtækisins.“