Jón Gunnarsson, formaður Atvinnuveganefndar Alþingis, segir í viðtali við Fréttastofu Ríkisútvarpsins , að meira jafnvægi hafi verið þurft í starfshóp um endurskoðun búvörusamninga og að skipunin hafi ekki verið í anda þess sem lagt hafði verið upp með.

Hann segir jafnframt að í hópnum halli á fulltrúa atvinnulífsins. Hann hafði heldur kosið það að fulltrúar innflytjenda og vinnslustöðva hefðu getað koma að.

Félag atvinnurekenda hefur gagnrýnt það harðlega að vera haldið fyrir utan starfshópinn sem er skipaður til ársins 2019. Og hafa í frétt meðal annars talað um starfshópinn sem; „bandalag um óbreytt ástand.“