Vatnsbóndinn Jón Ólafsson þarf að greiða Landsbankanum rúmar 2,2 milljónir punda, jafnvirði rúmra 450 milljóna íslenskra króna ásamt dráttarvöxtum frá í ágúst árið 2009 og tveimur milljónum króna í málskostnað.

Lánið tók félag Jóns, Jervistone Holdings sem skráð er á Bresku jómfrúmeyjum, hjá sparisjóðnum árið 2006 í formi lánalínu til kaupa á hlutabréfum í Bretlandi. Hlutabréfin skyldu vera til tryggingar láninu. Gjalddagi lánsins var 22. apríl árið 2007.

Í dómsorði kemur fram að ekki sé fallist á það með stefnanda að yfirlýsing Landsbankans frá í desember í fyrra um niðurfellingu skulda vegna kaupa á stofnfjárbréfum í Sparisjóði Keflavíkur leiði til þess að kröfur á Jervistone verði lækkaðar.

Dómur Héraðsdóms