Jón Þór Ólafsson sem hlaut kosningu inn á Alþingi á dögunum fyrir Pírata hefur tekið sæti í Samráðsvettvangi um aukna hagsæld. Hann kemur þar nýr inn í stað Þórs Saari úr Hreyfingunni sem átti þar sæti fyrir kosningar.

Þriðji fundur vettvangsins var í gær þar sem hagvaxtartillögur voru kynntar. Eftirtaldir sátu fundinn.

Meðlimir Samráðsvettvangs um aukna hagsæld:

  • Ragna Árnadóttir, formaður
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir, varaformaður

Stjórnmálaflokkar á Alþingi:

  • Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki
  • Árni Páll Árnason, Samfylkingu
  • Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokki
  • Katrín Jakobsdóttir, VG
  • Jón Þór Ólafsson, Pírötum
  • Guðmundur Steingrímsson, Bjartri framtíð

Vinnumarkaðurinn:

  • Elín Björg Jónsdóttir, BSRB
  • Guðlaug Kristjánsdóttir, BHM
  • Gylfi Arnbjörnsson, ASÍ
  • Hreggviður Jónsson, VÍ
  • Þorsteinn Víglundsson, SA
  • Margrét Guðmundsdóttir, FA

Háskólasamfélagið:

  • Jón Atli Benediktsson, HÍ
  • Ari Kristinn Jónsson, HR

Atvinnulífið:

  • Björgólfur Jóhannsson, Icelandair Group
  • Eggert B. Guðmundsson, N1
  • Helga M. Reykdal, True North
  • Vilborg Einarsdóttir, Mentor
  • Jón Sigurðsson, Össur
  • Janne Sigurðsson, Alcoa
  • Magnús Geir Þórðarson, Borgarleikhúsið
  • Pétur H. Pálsson, Vísir-Grindavík
  • Birna Einarsdóttir, Íslandsbanki

Opinber stjórnsýsla:

  • Halldór Halldórsson, Samband íslenskra sveitarfélaga
  • Ragnhildur Arnljótsdóttir, forsætisráðuneyti

Áheyrnafulltrúar:

  • Anna Lilja Gunnarsdóttir, velferðarráðuneyti
  • Ásta Magnúsdóttir, mennta- og menningarmálaráðuneyti
  • Einar Gunnarsson, utanríkisráðuneyti
  • Guðmundur Árnason, fjármálaráðuneyti
  • Kristján Skarphéðinsson, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti
  • Sigríður Auður Arnardóttir, umhverfis- og auðlindaráðneyti
  • Ragnhildur Hjaltadóttir, innanríkisráðuneyti