Jón Trausti Ólafsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Öskju, umboðsaðila Mercedes-Benz og KIA á Íslandi, og tekur hann við starfinu af Leifi Erni Leifssyni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

„Ég hlakka til að taka við framkvæmdastjórastarfinu hjá ÖSKJU og tel mig þekkja vel til starfseminnar því ég tók þátt í stofnun fyrirtækisins á sínum tíma,“ segir Jón Trausti Ólafsson í tilkynningunni.

Jón Trausti hefur starfað sem sölu-, þjónustu-, og markaðsmál hjá bifreiðaumboðinu Heklu frá árinu 1998, þar af sem markaðsstjóri frá árinu 2002.

ASKJA hóf starfsemi 1. mars 2005 og er sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz og KIA á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa tæplega 50 manns og er fyrirtækið til húsa að Krókhálsi 11 í Reykjavík.

Jón Trausti er 36 ára gamall, lauk viðskiptafræðinámi frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og leggur nú stund á MBA nám við Háskólann í Reykjavík. Hann er kvæntur Eddu Björk Kristjánsdóttur, starfsmanni hjá Practical, og eiga þau þrjú börn.