Vivaldi Technologies, með Jón von Tetzchner í fararbroddi, gefur í dag út vafrann Vivaldi. Er það í annað sinn sem Jón þróar vafra, en hann stofnaði Opera Software árið 1995.

Með vafranum ætlar Jón sér að sinna stórnotendum internetsins og þeim sem vilja geta unnið mikið með vafrann. Hann verður því ólíkur Chrome, Firefox og Opera að því leytinu til að fídusarnir í vafranum verða mjög miklir.

Jón sagði skilið við Opera árið 2011 vegna breyttra áherslna hjá félaginu og byrjaði fljótlega eftir það að þróa Vivaldi vafrann.

Viðtal við Jón von Tetzchner verður birt á vb.is síðar í dag.

Ítarlegt viðtal verður síðan við Jón í Viðskiptablaðinu, sem kemur út þann 29. janúar næstkomandi.