Jón Gunnarsson samgönguráðherra segir að greiðendur verði að hafa kláran ávinning af því betri og öruggari vegum ef að gjaldtöku á þeim verður.

Mikil aukning umferðar með tilkomu fjölgunar ferðamanna krefst uppbyggingar í samgöngumálum sem ekki er fjárhagslegt svigrúm til að því er segir í frétt Morgunblaðsins um málið.

Vegagerðin fær 9,5 milljarða til nýframkvæmda og 8,2 milljarða til viðhaldsverkefna af fjárlögum ársins, en samkvæmt samgönguáætlun hefði þurft 10 milljarða til viðbótar að renna til samgöngumála til viðbótar við þessa 17,7 milljarða króna.

Fresta vegi um Teigsskóg og að Dettifossi

„Að ekki fáist meiri peningur í vegamálin eru vonbrigði," segir Jón sem ákvað á dögunum að fresta ýmsum framkvæmdum sem voru á samgönguáætlun.

Má þar nefna veg í gegnum Teigsskóg við Þorskafjörð sem og Dettifossveg, auk framkvæmda við hringveginn í Berufjarðarbotni eystri og byggingu nýrrar brúar yfir Hornafjarðarfljót. „Því þurfti að taka verkefnalista þessa árs upp og forgansraða," segir Jón.

„Vegna sífellt meiri umferðar er nauðsynlegt að ræða hvort veggjöld séu valkostur. Við þurfum að vera opin fyrir nýjum hugmyndum svo ganga megi í málin sem fyrst.

En ég vænti þess líka að svigrúm verði til að fá meira af fjárlögum til vegamála, samanber sjórnarsáttmálaann um átak í innviðauppbyggingu á næstu árum.“

Jón Gunnarsson segir að bollalengingar um vegagjöld séu í bili að minnsta kosti bundin við vegi og önnur mannvirki næst borginni, eins og Viðskiptablaðið hefur fjallað um .