Stjórn Fjármálaeftirlitsins hefur ráðið Jónas Fr. Jónsson forstjóra Fjármálaeftirlitsins frá 18. júlí 2005. Jónas er fæddur árið 1966. Hann er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands, LLM próf frá háskólanum í Cambridge í Englandi og MBA próf frá Vlerick Leuven Gent Management School í Belgíu. Þá hefur hann lokið verðbréfamiðlaraprófi.

Jónas hefur mikla reynslu af alþjóðlegu samstarfi og er með fimm ára reynslu sem framkvæmdastjóri innra markaðssviðs Eftirlitsstofnunar EFTA í Brüssel. Í því starfi öðlaðist hann víðtæka stjórnunarreynslu auk yfirgripsmikillar þekkingar m.a á Evrópulöggjöf um fjármagnsmarkaði.