Þegar Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins (FME), lét af störfum forstjóra FME var rannsókn á máli Baldurs Guðlaugssonar ekki komin á það stig að vera á borði forstjóra.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jónasi Fr. en hann segir Fréttablaðið fara með rangfærslur í þar sem fjallað er um þátt hans í rannsókn FME á máli Baldurs Guðlaugssonar.

„Fundargerðir svonefnds samráðshóps voru fyrirliggjandi í skjalavörslu FME og það kunnugt viðeigandi starfsmönnum,“ segir í tilkynningu frá Jónasar.

„Jafnframt benti undirritaður rannsakendum á að kynna sér fundargerðir samráðshópsins. Það er annarra að svara fyrir framkvæmd og ákvarðanatöku við rannsókn sem átti sér stað í tæpa 4 mánuði eftir að ég vék úr starfi, og lauk þá án frekari aðgerða.“