*

þriðjudagur, 25. janúar 2022
Innlent 31. maí 2019 13:13

Jónas hættir hjá HB Granda

Jónas Guðbjörnsson, fjármálastjóri HB Granda, mun hætta störfum hjá félaginu 30. júní næstkomandi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Jónas Guðbjörnsson, fjármálastjóri HB Granda, mun hætta störfum hjá félaginu 30. júní næstkomandi. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Hann mun verða félaginu áfram til halds og trausts næstu mánuðina. Jónas hefur starfað hjá félaginu í 9 ár. 

„Ég vil fyrir hönd félagsins þakka Jónasi Guðbjörnssyni vel unnin störf nú í nærri áratug fyrir HB Granda. Hann hefur reynst traustur og áreiðanlegur fjármálastjóri og lagt sitt af mörkum til þess góða fjárhags sem félagið býr við í dag," segir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri HB Granda hf.