Jónas Björnsson, 38 ára gamall rekstrarfræðingur og fyrrum starfsmaður Íslandsbanka, hefur verið ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðs Ólafsfjarðar. Jónas hefur síðastliðin fimm ár starfað sem útibússtjóri í útibúi Íslandsbanka í Skútuvogi. Jónas hefur þegar hafið störf en hann leysir af Magnús D. Brandsson sem hefur gengt starfi sparisjóðsstjóra tímabundið.

Kona Jónasar er María Markúsdóttir og eiga þau eins árs gamlan son og fyrir á Jónas tvær dætur.

Þess má geta að frá og með 14. apríl síðastliðnum hefur Sparisjóður Mýrasýslu verið eini stofnfjáreigandinn í sjóðnum en þá greiddi hann stofnfjáreigendum stofnfjárhluti sína í Sparisjóði Ólafsfjarðar og yfirtók sjóðinn í framhaldi þess.