Jón Gerald Sullenberger og bandaríska félagið Nordica Inc., sem Jón Gerald og eiginkona hans áttu, þarf að greiða þrotabúi Kosts 12 milljónir auk dráttarvaxta. Þetta kemur fram í dómi Landsréttar sem staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í málinu.

Sjá einnig: Greiðslu frá Kosti Jóns Geralds rift

Þrotabúið heitir nú 12.12.2017 ehf., sem er sami dagsetning og verslun Kosts var lokað fyrir fullt og allt. Nordica Inc. er skráð í Florída og var stærsti birgir Kosts. Í dómnum er því lýst þannig að Kostur hafi keypti vörur í Bandaríkjunum í gegnum Nordica.

Samkvæmt dómi Landsréttar voru gögn málsins talin benda til þess að Jón Gerald hafi vitað af því að komin væri fram krafa um gjaldþrotaskipti þegar greiðslur til Nordica var innt af hendi sem átti sér stað 10. og 12. janúar 2018. Nordica og Jón Gerald voru ekki talin hafa sýnt fram á að þau hafi ekki vitað eða mátt vita að komin hefði verið fram slík krafa.

Sjá einnig: Kostur vill 13 milljónir frá Jóni Gerald

Félagið gerði greiðsluáætlun við Tollstjóra vegna vanskila 7. Júlí 2017. Í dómnum segir að ekki hafi verið staðið við þá áætlun og því hafi Tollstjóri farið fram á gjaldþrotaskipti 20. desember 2018.

Íslandsbanki hafi ýtt Kosti yfir brúnina

Í dómnum kemur fram Jón Gerald telji að Íslandsbanki beri mikla ábyrgð á því hvernig fór.  Bankinn hefði hafnað frekari lánveitingum til Kosts þann 17. nóvember 2017. Í dómnum er haft eftir Jóni að bankinn hefði ákveðið  „bara að loka á okkur [...], þeir tóku  bara eiginlega af okkur fjármálin sko, 17. nóvember 2017 og gáfu Kosti 10 daga til að loka, til að losa lagerinn og loka."

Starfsmönnum fyrirtækisins var sagt upp 30. nóvember og verslunin seldi sínar síðustu vörur 12. desember 2017.