Jónína Benediktsdóttir.
Jónína Benediktsdóttir.
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Lífsstíls- og líkamsræktarfrömuðurinn Jónína Benediktsdóttir hlaut í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag 30 daga fangelsisdóm og sviptingu ökuleyfis ævilangt fyrir ölvunarakstur. Þetta var annað skiptið sem Jónína er stöðvuð fyrir ölvunarakstur. Hún mældist með 1,2-1,5 prómill áfengis í blóðinu.

Lögregla stöðvaði Jónínu fyrir ölvunarakstur í sumar og sögðu þeir lögreglumenn fyrir dómi sem stöðvuðu Jónínu hana hafa verið áberandi ölvaða. Jónína neitaði hins vegar sök og hafnaði því að hafa verið undir áhrifum áfengis undir stýri. Í dómi Héraðsdóms segir að Jónína hafi drukkið áfengi í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli og fannst vodkapeli auk þess í aftursæti bíls hennar. Eftir að hún kom út úr flugstöðinni við Reykjavíkurflugvöll ók hún á járngrind við bílastæði flugstöðvarinnar.

Dómur Héraðsdóms