Jónmundur Guðmarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri sænska fjármálafyrirtækisins ScandCap AB á Íslandi.

Frá þessu var greint á fundi miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins rétt í þessu. Jónmundur hefur verið framkvæmdastjóri flokksins frá 2009. Hann var bæjarstjóri Seltjarnarness frá 2002-2009. Fyrir þann tíma starfaði hann m.a. í menntamálaráðuneytinu sem verkefnastjóri og aðstoðarmaður ráðherra og var fjárfestingastjóri Íslenska hugbúnaðarsjóðsins.

Hjá Scandcap starfa um tuttugu manns í Stokkhólmi og Höfðatorgi í Reykjavík. Félagið var stofnað árið 2005.

Fyrirtækið sérhæfir sig í í ráðgjöf við fjármögnun fyrirtækja, fjárhagslegri endurskipulagningu, verðmati auk aðstoðar við kaup,  sölu og samruna fyrirtækja.

Scandcap stýrði m.a. sölunni á hugbúnaðarfyrirtækinu Betware sem var selt í haust. Austurríska fyrirtækjasamsteypan Novomatic keypti 90% þá hlut í félaginu.