Jónmundur Guðmarsson hefur verið ráðinn í starf framkvæmdastjóra hjá GAMMA. Hann verður einn fjögurra framkvæmdastjóra félagsins og mun stýra sviði sölu- og viðskiptaþróunar á Íslandi og á erlendum mörkuðum.

Jónmundur var bæjarstjóri á Seltjarnarnesi á árunum 2002 til 2009 og framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins árin 2009 til 2014. Jónmundur er stúdent frá MR, stjórnmálafræðingur frá  HÍ og hefur meistaragráðu í alþjóðastjórnmálum frá Oxford háskóla í Englandi.

Viðskiptablaðið greindi frá því í gær að Jónmundur hefði staðfesti það í samtali við Viðskiptablaðið að hann hafi hætt störfum hjá sænska ráðgjafafyrirtækinu Beringer Finance um áramótin. Jónmundur var framkvæmdastjóri félagsins á Íslandi síðastliðin tvö ár. Hann sagði að ákvörðunin hefði átt sér nokkurn aðdraganda og megi rekja beint til róttækrar stefnubreytingar félagsins og sérhæfingar í ráðgjöf við tæknigeirann. Jónmundur sagði einnig við það tilefni að hann vildi ekki tjá sig um hvað tæki við eftir að hann hafi hætt störfum hjá Beringar Finance.