Jónmundur Guðmarsson
Jónmundur Guðmarsson
© Gunnhildur Lind Photography (Gunnhildur Lind Photography)

Nokkrar vikur eru síðan fyrir lá að Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, myndi hætta og taka við stöðu framkvæmdastjóra sænska fjármálafyrirtækisins ScandCap. Hann segist í samtali við VB.is hafa fylgst með undirbúningi stofnun skrifstofunnar hér á landi og verið boðið starf framkvæmdastjóra um svipað leyti.

„Þetta er spennandi tækifæri,“ segir Jónmundur í samtali við VB.is. Hann hefur þegar hafið störf sem framkvæmdastjóri ScandCap hér á landi og mun sinna því samhliða starfi sínu hjá Sjálfstæðisflokknum. Því starfi mun Jónmundur sinna þar til eftirmaður hans verður ráðinn.

Óráðið er hver tekur við starfi Jónmundar hjá Sjálfstæðisflokknum. Ekki er hefð fyrir því í gegnum tíðina að auglýsa starfið laust til umsóknar heldur hefur ráðningin verið í höndum miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins og formanns hans, þ.e. Bjarna Benediktssonar.