Umbúðahönnun fyrir íslenska sjávarsaltið Norður salt hefur hlotið tilnefningu til alþjóðlegu hönnunarverðlaunanna Epica. Hönnuðir umbúðanna eru Al­bert Muñoz, Sig­urður Odds­son og Þor­leif­ur Gunn­ar Gísla­son hjá Jóns­son & Le’macks, í sam­starfi við Jón Helga Hólm­geirs­son vöru­hönnuð og teikn­ar­ann Mark Sum­mers. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Jónsson & Le´macks.

Þetta er í þriðja sinn sem umbúðirnar eru tilnefndar en í sumar var Norður Salt tilnefnt til Cannes Lions hönnunarverðlaunanna og hefur einnig hlotið Red Dot verðlaun fyrr á þessu ári.

Epica verðlaunin hafa verið veitt í þrjá áratugi og eru einu alþjóðlegu hönnunarverðlaunin sem eru veitt af fjölmiðlum. Rúmlega fjörtíu tímarit, blöð og veffjölmiðlar um allan heima eiga sæti í dómnefnd.