ISM-vísitalan, sem mælir vöxt í þjónustuiðnaðinum, mældist 49,3 stig í febrúarmánuði í Bandaríkjunum, sem var aukning frá því í janúar þegar vísitalan mældist aðeins 44,6 stig. Vöxturinn var umfram væntingar, en meðalspá greinenda á Wall Street gerði ráð fyrir 46,5 stigum.

Þrátt fyrir það gefur vísitalan til kynna samdrátt í þjónustugeiranum, en mæling yfir 50 bendir til vaxtar á meðan mæling undir 50 er vísbending um samdrátt.