Staðfest er að breska húsnæðislánastofnunin Bradford & Bingley (B&B) verður þjóðnýtt. Bresk stjórnvöld munu taka yfir húnæsðislánasafn B&B sem telur um 50 milljarða punda, en spænski bankinn Santander kaupir viðskiptabankastarfsemi B&B.

Í frétt BBC um málið segir að með þessu móti séu allar innistæður viðskiptavina B&B verndaðar og skattgreiðendur verði ekki fyrir miklu tjóni heldur.

Spænski bankinn Santander borgar 612 milljónir punda fyrir viðskiptabankastarfsemi og útibú B&B.

B&B er annar breski bankinn sem er þjóðnýttur síðan lánsfjárkreppan fór að búa um sig, en sá fyrsti var Northern Rock.

BBC greindi frá.