*

föstudagur, 22. janúar 2021
Innlent 23. nóvember 2020 11:15

Jör opnar á ný

Fataverslunin JÖR hefur opnað á ný og er búðin staðsett á Lækjartorgi. Ný lína fyrir karlmenn verður kynnt í vor.

Ritstjórn
Guðmundur Jörundsson stofnandi JÖR.
Haraldur Guðjónsson

Tískufataverslunin JÖR hefur opnað á ný en búðin varð gjaldþrota í byrjun árs 2017. Búðin er staðsett á Lækjartorgi 5 í gamla strætóhúsinu á þriðju hæð. Frá þessu greinir stofnandi búðarinnar Guðmundur Jörundsson á Twitter.

Samkvæmt frétt Mannlífs er opið frá klukkan 16-18 alla virka daga en stefnt er að liðka fyrir um opnunartíma þegar nær dregur að jólum. Guðmundur sagði í viðtali við Mannlíf að hann hafi vitað að hann myndi snúa aftur í fatabransann. Segir Guðmundur að hann hafi þurft pásu en ekki vitað að pásan yrði jafn löng og hún hefur verið.

Guðmundur segir að hann muni kynna nýja línu fyrir karlmenn í vor. Í dag sé hann að einbeita sér að klassískum „JÖR fötum“ en að auki sé verslunin til að mynda með skómerki, trefla, húfur og veski. Guðmundur var áður yfirhönnuður Kormáks og Skjaldar.