Viðskiptablaðið greindi frá því á dögunum að Kea hótel hafi gengið frá kaupum á Hótel Kötlu. Nú er ljóst að með hótelinu mun 4.700 hektara jörð fylgja. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu . Eignarhaldið er í gegnum 75% eignarhlut bandarískra fjárfestingarfélaga í Kea hótelum.

Jó­hann­es Kristjáns­son átti Hót­el Kötlu ásamt eig­in­konu og börn­um. Hann seg­ir þau selja hót­elið með öllu sem fylg­ir jörðinni. Fjöl­skyld­an muni flytja af jörðinni eft­ir söl­una.

Fyr­ir á Sviss­lend­ing­ur­inn Rud­olf Walter Lamprecht jarðir, hús og veiðirétt­indi í Mýr­dals­hreppi. Með kaup­un­um á Hót­el Kötlu fá nýir eig­end­ur aðgang að Kerl­ing­ar­dalsá og Vatnsá í gegn­um fé­lag þar sem Lamprecht er í meiri­hluta. Þá eiga bænd­ur hlut í veiðifé­lag­inu. Er­lend­ir aðilar hafa jafn­framt sýnt jörðinni Hjör­leifs­höfða áhuga.