Þjóðskjalasafn Íslands hefur gert samkomulag um kaup á kerfum frá One Systems. Kerfin byggja á Microsoft stýrikerfum og vef-viðmóti og uppfylla ýtrustu kröfur um skjalaöryggi. Þjóðskjalasafn Íslands varðveitir frumgögn, sem fyrrum voru nefnd handrit, sem orðið hafa til við opinbera stjórnsýslu í landinu hverju nafni sem þau nefnast. Það er ríkisskjalasafn og er öllum stofnunum ríkisins, fyrirtækjum, félögum sem njóta opinberra styrkja og öllum embættum skylt að skila til safnsins skjölum sínum sem orðin eru 30 ára gömul. Þessir aðilar eru nú um 1000 talsins.

Á sama hátt er sveitarfélögum skylt að varðveita skjöl sín og afhenda þau Þjóðskjalasafni til varðveislu, nema þau reki héraðsskjalasafn sem annast þá þetta hlutverk.

OneSystems er fyrirtæki sem að sérhæfir sig í hönnun skjala- og málalausna fyrir Microsoft. umhverfið. Starfsmenn OneSystems nota nýjustu forritunartækni ásamt tengingum við önnur tækniumhverfi til að byggja heilstæðar lausnir fyrir Microsoft umhverfið. Bjóðum við upplýsingatæknilausnir sem bæta og efla starfsemi okkar viðskiptavina og auka skilvirkni og framleiðni segir í tilkynningu.

Í tilkynningu kemur fram að helstu kostir One kerfa eru léttur biðlari, hraði, öflugar aðgangsstýringar, öryggi á gögn ásamt einföldu og þægilegu viðmóti fyrir notandann.

Um er að ræða kerfin: • One Records, sem er mála og skjalastjórnunarkerfi sem gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að stofna mál og flokka skjöl undir þau. Hvert mál hefur ákveðinn líftíma, öryggi, ábyrgðarmann, einkvæmt númer, málaflokkun, málalykil og aðrar upplýsingar sem skipta máli við úrvinnslu málsins. • OneArchive, sem er kerfi fyrir skil á rafrænum gögnum úr One kerfum tillangtímavörslu hjá  Þjóðskjalasafni Íslands

R[