*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 7. maí 2013 10:08

Jötunn vélar opna nýja verslun á Akureyri

Jötunn vélar velti um 1,7 milljarði króna í fyrra og standa vonir til að veltan verði um 2 milljarðar í ár.

Ritstjórn

Jötunn Vélar ehf. á Selfossi hafa opnað verslun, söludeild og varahlutaþjónustu á Lónsbakka á Akureyri. Fyrirtækið er í 700 fermetra húsnæði við hlið verslunar Húsasmiðjunnar en auk þess hafa Jötunn Vélar yfir að ráða útisvæðum til sýninga á vélum og tækjum. Í tilkynningu kemur fram að um sé að ræða fyrstu starfstöð fyrirtækisins utan Selfoss en Jötunn Vélar eru nú að hefja sitt 10 rekstrarár.

Þrír starfsmenn hafa verið ráðnir til Jötunn Véla á Akureyri og vonir standa til að stöðugildum muni fjölga samhliða auknum umsvifum.

Velta Jötunn Véla á síðasta ári var tæpir 1,7 milljarðar og hagnaður af rekstri um 72 milljónir fyrir skatta. Áætlanir fyrir yfirstandandi ár gera ráð fyrir að velta félagsins aukist í 2 milljarða.

Stikkorð: Jötunn vélar