Nauðsynlegt þykir að herða reglur um persónuvernd og gagnavörslu í Þýskalandi. Stjórnvöld sem starfa á sviði gagnavörslu í það í landi segja að þeim hafi tekist að kaupa sex milljónir af persónulegum gögnum í gegnum internetið og að slík gögn, sem oft geymi viðkvæmar upplýsingar kosti u.þ.b. 850 evrur.

Fréttavefur BBC greinir frá þessu.

Í frétt BBC segir að grunur leiki á að símaver og lottó-fyrirtæki selji upplýsingar um viðskiptavini. Slík mál eru nú í rannsókn í Þýskalandi.

Nýlega  komust yfirvöld, í norðurhluta Þýskalands, yfir geisladisk sem innihélt margskonar persónulegar upplýsingar sem aflað hafði verið af símaveri. Á disknum var m.a. að finna bankanúmer, afmælisdaga og heimilsföng.

Þetta vaxandi vandamál býður hættunni heim og því þykir nauðsynlegt að herða lög sem varða dreifingu á persónuupplýsingum. Einnig þykir nauðsynlegt að gera tilkynningar auðveldari þannig að fyrirtæki geti tilkynnt það ef þau fá upplýsingar um illa fengnar persónuupplýsingar.