Væntingavísitalan lækkaði um 2,1% í júní í Þýskalandi. Vísitalan er nú 101,3 og hefur ekki verið lægri síðan í janúar 2006.

Í frétt Bloomberg um málið segir að tvöföldun olíuverðs á einu ári spili sitt hlutverk í lækkun væntingavísitölunnar, þar sem hækkun olíuverðs minnkar kaupmátt neytenda. Einnig hefur Volkswagen greint frá því að sala bíla fyrirtækisins hafi minnkað í síðasta mánuði og Air Berlin, þriðja stærsta lággjaldaflugfélag Evrópu, sagðist í síðustu viku ætla að minnka flugvélaflota sinn og hætta flugi til Peking og Shaghai.

Fréttir sem þessar auka á svartsýni neytenda.