Líkbrennslur eru síðustu vígvellir í frjálsu flæði þjónustu innan Evrópusambandsins. Þrátt fyrir að þýsk stjórnvöld hafi reynt eftir fremsta megni að koma í veg fyrir viðskiptin eru rífandi gangur í viðskiptum í þessum geira á milli landanna segir í frétt Financial Times.

Líkvagnar flytja lík Þjóðverja allt frá Berlín til Tékklands, sem gekk í ESB fyrir um ári, en þar í landi er kostnaður við líkbrennslu einungis um þriðjungur af því sem gengur og gerist í Þýskalandi.

Útfararstofur sem skipta við tékkneskar líkbrennslur geta einnig boðið viðskiptavinum sínum upp á þjónustu sem annað hvort er afar kostnaðarsöm í Þýskalandi eða bönnuð. Þannig geta viðskiptavinir kosið að ösku sé dreift úr loftbelg eða yfir vatn og jafnvel látið skjóta henni upp í himingeiminn með flugeld.