Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur varað Liechtenstein við því að furstadæmið kunni að einangrast innan Evrópu geri það ekki reglur um bankaleynd sveigjanlegri. Spenna er í samskiptum þýskra stjórnvalda og furstadæmisins í kjölfar þess að rannsókn hófst á víðtækum skattalagabrotum í Þýskalandi.

Angela Merkel sagði að tíminn væri að renna út fyrir stjórnvöld í Liechtenstein eftir að hún fundaði með Otmar Hasler, forsætisráðherra furstadæmisins, á miðvikudag. Hún sakaði meðal annars banka í Liechtenstein um að hvetja til lögbrota í Þýskalandi með því bjóða upp á þjónustu sem gerir mönnum kleyft að skjóta undan skatti. Fundur ráðamanna fór fram viku eftir að þýsk yfirvöld hófu rannsókn á skattamálum fleiri en þúsund manna sem eru grunaðir um að nota sérstaka sjóði í fjármálakerfi Liechtenstein til þess að komast hjá því að borga skatt.

Lesið alla fréttina í helgarútgáfu Viðskiptablaðsins.