Þýskt fyrirtæki sem framleiðir pappírinn sem peningaseðlar Zimbabwe eru prentaðir á hefur klippt á viðskiptasamband sitt við Afríkuríkið.

Fyrirtækið sem um ræðir, Giesecke & Devrient, segir pólitískar og siðferðislegar ástæður liggja að baki ákvörðun sinni. Samkvæmt frétt BBC er pressa á erlendum fyrirtækjum með starfsemi í Zimbabwe að taka starfsemi sína úr landinu eftir umdeilt endurkjör forsetans Mugabe.

Í Zimbabwe er ofurverðbólga sem hefur náð upp í allt að 165.000% á ársgrundvelli.