Þýska símafyrirtækið Deutsche Telekom hefur keypt tæp 20% í stærsta símafyrirtæki Grikklands, Hellenic Telekom, og vonast til að ná í kjölfarið undirtökum í félaginu. Var tilkynnt um kaupin í dag, en þau nema um 2,5 milljörðum evra, eða um 295 milljörðum íslenskra króna.

Deutsche Telekom kaupir fimmtunginn frá gríska fjárfestingarfélaginu Marfin Investment, sem er í eigu einkaaðila, og greiðir 26 evrur fyrir hlut, sem er tæplega 36% yfir gengi hlutabréfa í félaginu þegar kauphöllinni í Grikklandi lokaði á föstudag.

Félagið hefur tilkynnt að það muni nú þegar óska eftir viðræðum við gríska ríkið um að kaupa meiri í Hellenic.