Væntingavísitala þýskra fyrirtækja lækkaði í nóvember og hefur ekki verið lægri síðan 1993.

Vísitalan hefur lækkað í sex mánuði í röð. Gildi hennar er nú 85,8 stig og hefur hún lækkað um 4,4 stig frá því í október.

Þýskur útflutningur hefur orðið fyrir áfalli vegna minnkandi eftirspurnar á heimsvísu og sumir bílaframleiðendur hafa óskað eftir ríkisaðstoð til að halda framleiðslu áfram.

BBC greindi frá þessu.