Það hefur mikið breyst á fjármálamarkaði frá því árið 2007. Tekjur af fjárfestingabankastarfsemi hafa dregist saman um háar fjárhæðir. Listar yfir stærstu fjárfestingabanka heims hafa breyst mikið, samkvæmt gögnum Bloomberg sem vikulegt viðskiptablað Berlingske Tidende gerði að umtalsefni í nýjasta hefti sínu.

Stærsti fjárfestingabanki heims er í dag JP Morgan Chase. Tekjur hans af fjárfestingabankastarfsemi í fyrra námu 4,97 milljörðum dollara, eða sem nemur 576 milljörðum króna.

Árið 2007 var Citigroup stærstur með 5,97 milljarða dollara í tekjur. Hann er nú fimmti stærsti fjárfestingabanki heims, var með 3,86 milljarða dollara í tekjur af fjárfestingabankastarfsemi árið 2009.

Listar yfir stærstu fjárfestingabanka heims eru eftirfarandi: Árið 2010 (Byggt á tölum fyrir árið 2009). Tekjurnar ná aðeins til tekna af fjárfestingabankastarfsemi.

  1. JP Morgan Chase 4,97 ma. dollara.
  2. Goldman Sachs 4,56
  3. Morgan Stanley 4,33
  4. Bank of America Merril Lynch 4
  5. Citigroup 3,86
  6. Credit Suisse 2,9
  7. Deutsche Bank 2,67
  8. UBS 2,51
  9. Barclays Capital 2,26
  10. Nomura Holdings 1,87
  11. Royal Bank of Scotland 1,26
  12. BNP Paribas 1,23
  13. HSBC Holdings 1,23
  14. RBC Capital Markets 1,06
  15. Lazard 0,71
  16. Wells Fargo 0,70
  17. Societe Generale 0,66
  18. TD Securities 0,61
  19. Daiwa Securities 0,6
  20. Rothschild 0,58

Árið 2007 var listinn svona:

  1. Citigroup 5,79
  2. Goldman Sachs 5,63
  3. Morgan Stanley 5,22
  4. JP Morgan Chase 4,69
  5. Merril Lynch 4,49
  6. UBS 4,28
  7. Credit Suisse 4
  8. Deutsche Bank 3,06
  9. Lehman Brothers 2,87
  10. Bank Of America 1,55
  11. BNP Paribas 1,29
  12. HSBC 1,25
  13. Lazard 1,1
  14. Rothschild 1,08
  15. Nomura 1,07
  16. ABN Amro 1
  17. RBC Capital Markets 0,93
  18. Daiwa Securities 0,83
  19. Bear Sterns 0,78
  20. Wachovia 0,78