Greiningardeild JP Morgan segir í nýrri skýrslu um íslenska bankakerfið að fjármögnunarvandamál þeirra geti orðið vítahringur (e. self-fulfilling prophesy).

Í skýrslunni segir að nýleg hækkun áhættuálags á skuldatryggingar (e. credit default swaps) hafi vakið athygli margra fjárfesta á undirliggjandi áhættu í rekstri bankanna.

"...við teljum að þrýstingur verði á Íslendinga að að halda útþenslustarfsemi sinni áfram og reiða sig áfram á heildsölumarkaði; þetta getur orðið vandamál í sjálfu sér," segir m.a. í skýrslunni.