JP Morgan mun greiða rétt rúmlega tvo milljarða dala í sektir vegna þess að bankinn lét hjá líða að vara við stórfelldum svikum Bernards Madoff. Sektin nemur um 230 milljörðum íslenskra króna. Þetta herma heimildir Wall Street Journal.

Blaðið segir að bandarísk yfirvöld muni tilkynna um sektina síðar í vikunni, jafnvel á morgun.

Wall Street Journal segir að hluti sektarinnar muni á endanum verða greiddur þeim sem urðu fyrir barðinu á Ponzi svikum Madoffs.