Bandaríski fjárfestingabankinn JP Morgan tilkynnti í dag að bankinn hefði tapað allt að 600 milljónum dollara í fjárfestingum sínum í fjárfestingalánasjóðunum Freddie Mac og Fannie Mae.

JP Morgan hafði fjárfest um 1,2 milljörðum dala í ýmiss verkefni á vegum sjóðanna en segir nú að allt að helmingur þess fjár sé glataður sé horft á markaðsverð þeirra.

Fari sem horfir mun JP Morgan þurfa að gengisfella tap sitt í uppgjöri þriðja ársfjórðungs og segir talsmaður bankans að það muni hafa töluverð áhrif á uppgjör bankans eins og gefur að skilja.

Bloomberg fréttaveitan greinir frá þessu.