Búist er við því að mál verði höfðað á hendur JP Morgan bankanum vegna húsnæðislánabréfa sem bankinn seldi í aðdraganda að fjármálakreppunni. Reuters og Telegraph hafa bæði greint frá málinu. Reuters telur að ákæra verði gefin út í dag.

JP Morgan viðurkenndi í ágúst að lögregluyfirvöld væru að kanna saknæm athæfi af hálfu bankans. Slíkar rannsóknir hafa leitt í ljós að JP Morgan hafi á árunum 2005-2007 boðið bréf þar sem fátt lá að baki annað en undirmálslán.

Einungis vika er liðin frá því að JP Morgan greiddi milljarð dala vegna brota sem bankinn framdi þegar hann ofrukkaði greiðslukortanotendur.