*

föstudagur, 4. desember 2020
Erlent 24. maí 2019 19:00

JP Morgan sker á OxyContin tengsl

JP Morgan hættir viðskiptum við Purdue Pharma vegna meints hlutverks félagsins í útbreiðslu opíumfaraldursins.

Ritstjórn
Purdue Pharma framleiðir m.a. hið alræmda verkjalyf OxyContin.
epa

Ásakanir um að lyfjaframleiðandinn Purdue Pharma, sem framleiðir OxyContin, hafi átt þátt í útbreiðslu opíumfaralursins, eru ástæðan fyrir því að bankinn JP Morgan hefur hætt öllum viðskiptum við framleiðandann. Fyrir vikið neyðist Purdue Pharma að finna nýjan banka til sjá um allar greiðslur til og frá félaginu, að því fram kemur í fréttavef Reuters. 

Bankinn er fyrsta bandaríska stjórfyrirtækið sem opinberlega sker á öll tengsl við Purdue og eigendur félagsins, hina vellauðgu Sackler fjölskyldu.  

Þúsundir málsókna á hendur Purdue eru nú í undirbúningi þar sem félagið er sakað um að hafa beitt óeðlilegum þrýstingi til að koma verkjalyfinu OxyContin á markað og fyrir að gera lítið úr ávanabindandi eiginleikum lyfsins. Nokkur fylki Bandaríkjanna, sýslur og borgir eru meðal þeirra sem krefjast milljarða dollara í skaðabætur vegna skaðlegra áhrifa OxiContin. 

Síðastliðna tvo áratugi hafa 400 þúsund einstaklingar látist eftir að hafa innbirgt of stóran skammt af opíumskyldum lyfjum, en meira en helmingur dauðsfallanna eru vegna lyfseðilsskyldra verkjalyfja. Purdue og Sackler fjölskyldan greiddu 270 milljónir dollara mars sl. vegna dómssáttar félagsins við Oklahoma fylki. 

Stikkorð: JP Morgan OxyContin Purdue