Greiningardeild JP Morgan segir í nýrri skýrslu um íslenska bankakerfið að vafasamt sé að líta á skuldir bankanna sem hlutfall af íslenskri landsframleiðslu, þar sem þær hafi að stórum hluta fjármagnað kaup á erlendum fyrirtækjum.

"Athyglisvert fyrirbæri, tölulegar staðreyndir. Íslendingar hafa augljóslega keypt erlendar fjármálastofnanir um leið og starfsemi þeirra hefur þanist út. Samkvæmt skilgreiningu eru fjármálastofnanir skuldsettar. Augljóslega eru kaup fyrirtækja sem staðsett eru á Íslandi skilgreind sem "íslenskar" skuldbindingar erlendis - jafnvel þótt sum þessi fyrirtæki hafi áður ekkert haft með Ísland að gera," segir m.a. í skýrslunni.