JPMorgan Chase, sem eru að taka yfir Bear Stearns bankann, eiga von á því að endurheimta þá fyrrum viðskiptavini Bear Stearns sem hættu viðskiptum við Bear Stearns þegar fór að harðna á dalnum hjá síðarnefnda bankanum. Þetta kom fram í máli forstjóra JPMorgan, Bill Winters, í dag.

Winters sagði einnig að báðir bankarnir myndu fækka starfsmönnum í fjárfestingadeildum sínum í ljósi þess að þrengt hefur að á fjármagnsmörkuðum og að húsnæðisverð hefur ekki náð botni ennþá.

„Þú gætir ekki skapað verra bakland fyrir samruna fjárfestingabanka“ sagði Winters samkvæmt frétt Reuters. „Við hefðum verið að skera niður í þessum töluðu orðum og Bear Stearns líka. Samkvæmt því munum við klárlega skera niður í starfseminni.“

Winters sagði einnig að ný viðskipti hjá Bear Stearns hefðu verið minnkuð stórlega, en allt benti til að viðskiptavinir snúi aftur eftir að samruninn gengur í gegn að fullu. Búist er við því að samruninn gangi í gegn á þessum ársfjórðungi.