Stærsti banki Bandaríkjanna, JPMorgan Chase & Co, tapaði 4,4 milljörðum dollara vegna slæmra afleiðuviðskipta sem áttu sér stað á skrifstofum bankans í London.

Hagnaður fyrirtækisins var 4,96 milljarðar dollara en hagnaður í fyrra var 5,43 milljarðar dollara. Hlutir í bankanum lækkuðu um 1,4% áður en kauphöllin í New York opnaði.