*

mánudagur, 22. júlí 2019
Erlent 14. janúar 2016 15:25

JPMorgan eykur hagnað sinn

Hagnaður jókst um 10% á síðasta ársfjórðungi, meðan kostnaðarliðir félagsins drógust saman.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Gengi hlutabréfa fjárfestingabankans JPMorgan Chase & Co. hækkaði um 1,7% eftir að fjórðungsafkoma fyrirtækisins var kynnt í dag.

Hagnaður félagsins jókst um 10% á fjórðungnum, á sama tíma og kostnaðarliðir á borð við dómsmál og laun drógust saman. Þá kom einnig fram að ríkisreglugerðir kæmu til með að vera minna íþyngjandi en gert var ráð fyrir.

Gengi bréfa bankans hafði lækkað um heil 13% á nýliðnu ári, sem er næstmesta lækkun félags í Dow Jones iðnaðarvísitölunni (DJIA) á þessu ári.

Hagnaður félagsins jókst þá úr 4,93 milljörðum bandaríkjadala í 5,34 milljarða, eða úr 640 í 705 milljarða íslenskra króna. Óleiðréttur hagnaður á hlut nam þá 1,32 bandaríkjadölum.

Bloomberg hafði þá gert könnun meðal greiningaraðila, sem mátu svo að hagnaður félagsins á hvern hlut myndi nema 1,27 dölum, en þegar hagræðingar og fyrrnefnd kostnaðarliðalækkun eru taldar með nam hann 1,40 dölum á hlut.