Bresk stjórnvöld og JPMorgan eru nærri samkomulagi um að bankinn greiði ógreidda skatta sem rekja má til þess að starfsmenn greiddu enga skatta af aukagreiðslum, eða svokölluðum bónusgreiðslum. Til að koma í veg fyrir greiðslu skatts voru upphæðirnar greiddar til starfsmanna af aflandsreikningum.

Financial Times fjallar um málið um helgina og segir að JPMorgan sé nærri því að ná sáttum við bresk stjórnvöld. Rúmlega 2.000 fyrrum og núverandi starfsmenn bankans hafa verið beðnir um að leggja til fé í sérstakan sjóð vegna málsins. Þeir starfsmenn sem ekki taka þátt gætu átt von á að enn hærri reikningi síðar.