Bandaríski bankinn skilaði hagnaði uppá 5,91 milljarð bandaríkjadala fyrstu þrjá mánuði ársins. Tekjur vegna viðskipta með skuldabréfa jókst um 5% miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í frétt BBC .

Bankinn setti til hliðar 959 milljónir dollara til að mæta útgjöldum vegna svokallaðra slæmra lána en þessi upphæð hækkar um 109 milljónir bandaríkjadala á milli ára. Á sama tíma féll hagnaður Wells Fargo sem er stærsti lánveitandi á húsnæðismarkaði í Bandaríkjunum um 2,6%.

Talið er að JPMorgan muni hækka arðgreiðslur frá 0,40 dollara í 0,44 dollara á næsta ársfjórðungi.

JP Morgan og samkeppnisaðilar hans eru undir mikilli pressu að skera niður í kostnaði þar sem viðskiptavinir hafa dregið verulega úr viðskiptum sínum í kjölfar fjármálakreppunnar.

Eftirlitsaðilar hafa sett þá kröfu á stóru bankanna að þeir taki minni áhættur, haldi að sér meira fjármagni og bæti eftirlit. JPMorgan hefur gefið út að þeir munu skera kostnað niður 2,8 milljarða bandaríkjadala fyrir árið 2017.