Hlutabréf og eignamarkaðir lækkuðu töluvert í Asíu í vikunni auk þess sem hríðlækkandi olíuverð og lágt gengi kínverska júansins eykur áhyggjur sérfræðinga á efnahagsástandi heimsins.

Að mati Reuters þá hefur offramleiðsla á olíu og lækkandi hagvöxtur í Kína auk þess hefur sett töluverðan þrýsting á markaði í undanfara þess að Seðlabanki Bandaríkjanna er með stýrivaxta-ákvörðunarfund í næstu viku.

Hlutabréfavísitala Asíu-Kyrrahafsríkja að Japan undanskildu hefur lækkað um 3% í vikunni, en hún hefur lækkað um 0,6% í dag. Hlutabréf í Evrópu féllu einnig við opnun markaða, London FTSE lækkaði um 0,3%, Þýska GDAX lækkaði um 0,1% og Franska FCHI lækkaði um 0,3%.

Alþýðubanki Kína lækkaði viðmiðunargengi kínveska júansins í lægsta gildi í um fjögur og hálft ár. Þetta er talið vera merki um að kínversk yfirvöld séu tilbúin að draga úr verðmæti gjaldmiðilsins í kjölfar þess að hann var tekinn inn í myntkörfu AGS nýlega .