Julie Kozack, yfirmaður, sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hér á landi, er að hætta störfum og mun taka við sem yfirmaður sendinefndar sjóðsins í Póllandi og Litháen. Hún sat fyrir svörum á reglubundnum símafundi sjóðsins um stöðu efnahagsmála hér á landi í gær. Þar tilkynnti hún um þessa breytingu og sagði fundinn þann síðasta sem hún sitji.

Kozak tók við sem yfirmaður sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins af Mark Flanagan í október  árið 2010. Viðtekin venja er hjá sjóðnum að skipta um fólk á tveggja til þriggja ára fresti. Flanagan hafði verið yfirmaður sendinefndarinnar hér síðan haustið 2008.

Á fundinum í gær vakti Kozack m.a. athygli á því að verðbólga er að aukast hér og verði stjórnvöld að grípa inn í þá þróun. Þá benti hún á mikilvægi þess að afnema gjaldeyrishöft. Koma verði í veg fyrir að afnámið komi niður á þeim árangri sem náðst hafi fram til þess.

Kozack sagði næstu endurskoðunar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á stöðu mála hér vænta eftir um hálft ár. Það verði gert undir stjórn nýs yfirmanns.

Julie Kozack, yfirmaður, sendinefndar, AGS, á Íslandi, Franek,
Julie Kozack, yfirmaður, sendinefndar, AGS, á Íslandi, Franek,
© Haraldur Guðjónsson (VB MYND/hag)
JJulie Kozack, yfirmaður sendinefndar AGS á Íslandi, ásamt Franek Rozwadowski, sendifulltrúa sjóðsins, á fundi í Seðlabankanum.