Svissneski einkabankinn Julius Baer hefur samþykkt að kaupa þrjár einingar af svissneska fjárfestingabankanum UBS fyrir 4,5 milljarða Bandaríkjadala, segir í frétt Dow Jones.

Julius Baer átti rúm 13% í Kepler Equities, en tilkynnt var um kaup Landsbankans á Kepler í dag. Bandríski fjárfestingasjóðurinn Lightyear átti um 61% í Kepler fyrir viðskiptin. Landsbankinn greiðir um sjö milljarða króna fyrir Kepler.

Bréf í Julius Baer hækkðu töluvert í síðustu viku eftir að fjölmiðlar greindu frá því að hugsanlegir kaupendur væru í viðræðum um að taka bankann yfir, þar á meðal franski bankinn BNP Paribas, Credit Suisse Group og UBS.

UBS tilkynnti hins vegar í dag að bankinn væri að selja þrjár einingar til Julius Baer. UBS mun eignast 21,5% í Julius Baer eftir viðskiptin þar sem hluti kaupverðsins er greiddur með hlutabréfum.