*

laugardagur, 27. nóvember 2021
Fólk 5. maí 2020 12:56

Júlíus Fjeldsted nýr fjármálastjóri

AwareGo hefur ráðið Júlíus Fjeldsted í nýja stöðu fjármálastjóra en félagið er með starfsemi á Íslandi og í Bandaríkjunum.

Ritstjórn
Júlíus Fjeldsted er meðstofnandi og fyrrum fjármálastjóri BingBang Aps í Kaupmannahöfn en þar áður starfaði hann hjá Gamma ráðgjöf, Beringer Finance og PwC, auk sjálfstæðrar ráðgjafar.
Aðsend mynd

Júlíus Fjeldsted hefur verið ráðinn fjármálastjóri hjá AwareGO í tengslum við vaxandi umsvif félagsins. Um er að ræða nýja stöðu hjá félaginu sem er með starfsemi á Íslandi og í Bandaríkjunum og undirbýr sókn á markaði í Evrópu.

Hlutverk fjármálastjóra verður meðal annars að halda utan um og styðja við uppbyggingu félagsins, fylgja eftir fjárhagsáætlun félagsins ásamt verkefnum tengdum daglegri fjármálastjórn AwareGO.

Júlíus hefur á undanförnum árum komið að fjölmörgum verkefnum á sviði nýsköpunar og fjármálaráðgjafar. Síðast sem meðstofnandi og fjármálastjóri BingBang Aps í Kaupmannahöfn. Þar áður starfaði Júlíus m.a. sem sjálfstæður ráðgjafi, hjá GAMMA ráðgjöf, Beringer Finance og PwC.

Júlíus hefur einnig bakgrunn úr blaðamennsku og reynslu af fjármögnun fyrirtækja, en hann er með MSc próf í fjármálum og alþjóða viðskiptum frá Háskólanum í Árósum.