Júlíus Valdimarsson hefur verið ráðinn grafískur hönnuður hjá H:N Markaðssamskiptum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Júlíus er Kópavogsbúi, gekk í Menntaskólann við Hamrahlíð og lærði grafíska hönnun við Listaháskóla Íslands. Eftir útskrift fór hann í starfsnám til Heidelberg í Þýskalandi þar sem hann starfaði á hönnunarstofunni gggrafik og lærði undir Götz Gramlich. Þegar því lauk kom hann aftur til Íslands og hefur starfað sjálfstætt.

Júlíus er 26 ára gamall og er trúlofaður Oddrúnu Magnúsdóttur, starfsmanni í ferðaþjónustu. „Júlíus er kvikmyndaáhugamaður og myndasögunörd en í uppáhaldi hjá honum er japanska teiknimyndaserían Akira,“ er jafnframt tekið fram í tilkynningunni.