Júlíus Vífill Ingvarsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er til rannsóknar hjá embætti Héraðssaksóknara grunaður um stórfelld skattsvik og peningaþvætti. Þetta kemur fram í frétt Ríkisútvarpsins . Rannsóknin snýr að fjármuni sem Júlíus mun hafa átt á erlendum bankareikningum frá árinu 2005. Hann er grunaður um að hafa skotið undan skattayfirvöldum árin 2010 til 2015.

Fyrir helgi féll dómur þess efnis að lögmaðurinn Sigurður G. Guðjónsson megi ekki vera verjandi Júlíusar líkt og hann hafi farið fram á vegna þess að nú hyggst Héraðssaksóknari kalla Sigurð til skýrslugjafar í málinu og ekki er útilokað að Sigurður fái einnig stöðu sakbornings í málinu.