Jean Claude Juncker, nýkjörinn forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir að gera eigi hlé á stækkun ESB næstu fimm árin. Þetta kemur fram í ræðu hans frá því í gær og á vef RÚV.

Talsmaður Juncker sagði eftir ræðuna að Juncker eigi við Albaníu, Ísland, Montenegro, Serbíu, Tyrkland og Makedóníu. Hins vegar eigi þetta ekki við um Skotland, sem er í dag hluti af Bretlandi.

Ef Skotar lýsa yfir sjálfstæði í þjóðaratkvæðagreiðslu í haust gætu nýtt ríki Skota sótt um aðgöngu.

Jean Claude Juncker var forsætisráðherra Luxemborgar frá 1995-2013. Hann var einnig formaður ráðherraráðs evruríkjanna, sem meðal annars sá um að lána Grikkjum, Írum, Portúgölum og Kýpverjum í kjölfar fjárkreppunnar sem hófst árið 2007.