Jean-Claude Juncker, fyrrverandi forsætisráðherra í Lúxemborg, verður næsti forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Þetta var tilkynnt í dag en fulltrúar 28 ríkja kusu um nýja forseta framkvæmdastjórnarinnar. Þar af kusu 26 Juncker.

David Cameron kaus hins vegar gegn Juncker og eina ríkið sem tók afstöðu með Cameron var Ungverjaland. Guardian segir að Cameron hafi verið niðurlægður í þessari atkvæðagreiðslu.

Núverandi forseti framkvæmdastjórnarinnar er Jose Manuel Barroso.